Enski boltinn

Rashford reiður og reifst við á­horf­anda fyrir leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christian Eriksen reynir að róa Marcus Rashford niður fyrir leik Manchester United og Newcastle United í gær.
Christian Eriksen reynir að róa Marcus Rashford niður fyrir leik Manchester United og Newcastle United í gær. getty/James Gill

Marcus Rashford reifst við áhorfanda í upphitun fyrir leik Manchester United og Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Rashford hefur verið frá vegna ökklameiðsla en sneri aftur í leikmannahóp United fyrir leikinn gegn Newcastle. Hann kom inn á sem varamaður og lék síðustu sjö mínútur leiksins sem United vann, 3-2.

Rashford virtist þó vera eitthvað illa fyrir kallaður í upphitun fyrir leikinn en þar reifst hann við áhorfanda á Old Trafford eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

Eftir að hafa skorað þrjátíu mörk á síðasta tímabili hefur Rashford ekki náð sér á strik í vetur. Hann hefur aðeins skorað átta mörk í öllum keppnum.

Rashford, sem er 26 ára, hefur leikið með United allan sinn feril. Hann er samningsbundinn félaginu til 2028.

United sækir Brighton heim í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Laugardaginn 25. maí mætir liðið svo Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×